Sagnasafn Hugleiks

Karlmennskubloggið

Af æfingum á "Hannyrðum og hagleiksmönnum"

Nýjasta efst

31/10  7/11  10/12 

31/10 2009

Þá er þetta allt að byrja. Gummi er búinn að fullkasta, og tíu karlar og ein kona eru í startholunum. Við hittumst á heimili leikstjórans á Reynimelnum og lásum allt draslið í gegn, þótt reyndar vantaði tvo í hópinn. Ég held að þetta sé bara verulega flottur hópur, og hef miklar væntingar.

Um kvöldið bárust mér svo þær fréttir að exótískasta proppsið yrði póstlagt frá Finnlandi eftir helgi. Þá er það bara beina brautin...

Sigurður H. Pálsson

7/11 2009

Jæja, fyrsta æfing afstaðin, og sú var ekkert slor. Við renndum í fjölmennasta þáttinn og strax fóru hlutir að gerast. Menn voru allir á tánum og leikstjórinn þurfti afskaplega lítið að hafa fyrir hlutunum. Menn fundu sinn karakter og blómstruðu í honum. Þetta veit bara á gott, fullt af mómentum fæddust og ég held ég geti lofað miklu fyndi.

PS: Einhverjir átta sig kannski ekki á hvað um er að ræða. Fyrir nokkrum árum samdi Siggi einþáttunginn Hannyrðir, sem sýndur var í þjóðleikhúskjallaranum og á Margt smátt, við góðar undirtektir. Fljótlega bættust fleiri þættir við með sömu karakteru (og fleiri bættust við). Nú hefur verið ákveðið að setja þessa þætti upp í einni sýningu. Þetta eru alls fimm þættir ásamt því sem dagsdaglega kallast "Límið", þ.e. stutt brot á milli þátta sem límir allt saman. Áætlaður frumsýningardagur er 16. janúar.

Guðmundur Erlingsson

10/12 2009

Hvurslags er þetta. Fátt er um fína bloggdrætti. Leikstjórinn reynir sífellt að fá fólk til að blogga og allir lofa öllu fögru, en sjálfsagt gleymist þetta í jólaösinni.

Eníveis, æfingar hafa gengið glimrandi vel, þ.e. þegar hægt er að hóa öllum saman. Þetta er upptekið fólk. Framan af gekk illa að finna tíma, enda fjölmennur hópur, en þetta hefur gengið fínt í desember. Menn (og kona) virðast ósköp sátt við að leika vitleysuna úr honum Sigga, kannski líður þeim samt innst inni eins og þau séu í sólþurrkuðu helvíti, en þau bera sig í það minnsta vel. Þættirnir eru þó misvel æfðir eins og gengur, en nú virðist textinn kominn nokkurn veginn og hægt að fara gera eitthvað alvöru. Stefnan er sett á að renna draslinu á síðustu æfingu fyrir jól, og sjá hvar þetta stendur. Sjálfsagt verður það ekki sársaukalaust (á heldur ekkert að vera það, sko) en óneitanlega fróðlegt, bæði fyrir leikara og leikstjóra, að sjá þetta allt í einni bunu. Og ef þetta klúðrast hjá okkur getum við alltaf sett á stofn lundabaggaverksmiðju.

Guðmundur Erlingsson