Söngvar
Öllum er heimilt að hafa þessa texta um hönd, syngja þá, kveða eða mæla af munni fram, bæði í einrúmi og meðal fjöldans. Þeir sem vilja snúa þeim upp á vini sína eða óvini gæti þess vel að hrynjandi haldist og ljóðstafir fari vel.
Hér má sækja stærra PDF skjal með öllum söngvunum (1135k). Það var síðast uppfært 8/9 2023. Söngbókin er allstór og því er rétt að benda þeim sem langar að prenta hana út í heild sinni að skynsamlegt gæti verið að prenta tvær síður á hvert A4 blað.