Nanna, 6/10 2005 kl. 21:32:
syngjum hæ, syngjum hó, syngjum hæ, dillidó...
Aftur í dagbók
6/10 2005
Hörkuæfing í kveld. Minna mannfall en í gær og við fórum í nokkrar senur með því sem næst réttu kasti. Það gekk helvíti vel, hópurinn er svo sannarlega til í slaginn og hlutir eru að lifna ótrúlega hratt.
Og svo sungum við. Það var kikk. Og uppgötvuðum að þetta verður söguleg sýning fyrir þær sakir að nú mun heyrast í bassaklarinetti í fyrsta sinn í Hugleiksverki. Það er sánd sem segir sex. Eða kannski ekki sex, en eitthvað.
Og þrátt fyrir að hafa minnt sjálfan mig á að auglýsa þetta blogg og auglýsa eftir sjálfbloggaliða fyrir kvöldið þá gleymdi ég því. Gengur betur næst. Sem reyndar verður ekki fyrr en á sunnudag. Höfundar sitja sveittir og grindkvalnir við endurskriftir, og ég er að hamast við að semja upphafssöng as we blog.
Þorgeir Tryggvason
6/10 2005