Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 12/10 2005

Siggalára, 13/10 2005 kl. 11:32:

Því má svo bæta við að á tímabili í gærkvöldi voru leikstjórar miklu fleiri en leikarar. Sem var gaman. Allavega þeim megin sem ég sat.

Aftur í dagbók


12/10 2005

jæja!

æfingar bæði í kvöld og í gærkvöld. tekin fyrir einstök atriði og farið gróflega í saumana á þeim. skemmst frá að segja að allt gengur eins og í jólasögu og andinn alveg einstaklega góður. okkur finnst við voða fyndin og ég held að það sé rétt hjá okkur.

handritið er svo að segja komið í sína lokamynd, aðeins er eftir að semja óperu og lokasöng (sem virðist ætla að standa allsvakalega í undirrituðum) og sjæna og snurfussa lokaatriðið. síðan á allt vitanlega eftir að breytast á æfingatímanum ef allt gott lofar.

eitthvað er búið að æfa af lögunum og sennilega flestir farnir að vita hvernig þau eiga að hljóma. önnur eru komin lengra á veg en önnur og gaman að sjá hvernig bjössi thor vippar sér í hlutverk rokksöngvara með lítilli fyrirhöfn. kjarni hljómsveitar verksins "forynjur og draugar" kemur saman fyrir aðalæfingu annað kvöld og þá verða gróflagðar línur fyrir útsetningar og andrúmsloft laganna.

óverenát!

Snæbjörn Ragnarsson

12/10 2005