Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 15/10 2005

Siggi, 16/10 2005 kl. 05:02:

Skrópaði í partíið. Spilaði samt á jólabanjó í dag. Staðfesti líka, ásamt fleirum, að þetta er kolónýt sekkjapípa. Eitt enn: Hitti á bekkjarreúníóni eldgamla vinkonu mína (frá þriggja ára aldri), sem er klæðskeri að mennt og áhugakona talsverð um leikhús (hefur m.a. starfað sem einhverskonar handlangari fyrir Egg-leikhúsið meðan það var og hét). Lét líklega yfir því að vilja skipta sér af starfsemi félagsins þegar fram líða stundir. A force to be reckoned with.

bibbi, 16/10 2005 kl. 05:07:

misstir af góðu partýi sko.. eins gott að það skili af sér einhverju góðu eins og klæðskeramenntuðum nýmeðlimum!

bibbi, 16/10 2005 kl. 05:09:

og allt er þetta klukkan 5:10 vefsíðustjóri kær!

Siggi, 16/10 2005 kl. 12:09:

Skarplega athugað. Ekki lengur semsagt.

Siggalára, 17/10 2005 kl. 09:38:

Annars allt í lagi að taka fram líka að partíið var gott, allavega það sem ég sá af því. Og Jólaævintýrishópurinn framdi nokkur lög fyrir alveg bara talsvert nokkra áhorfendur.
Og þetta lítur vel út.

Aftur í dagbók


15/10 2005

Stór og mikil mússíkæfing í dag. Hjómsveitin Forynjur og draugar mætti upp úr hádegi og hóf að vinna. Fljótlega mætti drengur sem var lýst á svo ótrúlegan hátt að hann "spilar eins og engill á sekkjapípu". Ekki reyndi á sannleiksgildi þess þar sem enn tóxt ekki að fá múkk úr þeim hljóðabelg. Höfum líklega ekki enn fundið G-blettinn á kolkrabbanum.

Svo spiluðum við á öll hljoðfærin. Síðan bættust leikararnir við og við sungum uppstyttulaust í eins og þrjá tíma. Helvíti gott bara.

Síðan er partí í kvöld.

Þorgeir Tryggvason

15/10 2005