Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 18/10 2005

Grindhvelið, 19/10 2005 kl. 16:58:

Úr höfundarbóli:
Fyrsta tilraun að umskrifuðum lokakafla hefur verið send til annarra höfunda. Er m.a. mjög ánægð með að hafa getað notað setninguna:
Ertu að segja að ég sé feit?
Og vei hverjum sem reynir að henda henni út!
Jibbúler!

Aftur í dagbók


18/10 2005

Afmælisæfingin mikla. Nei, það var ekki jólaævintýrið sem á afmæli heldur hann Toggi. Og auðvitað hófst æfingin á því að afmælissöngurinn var spilaður og breimaður fyrir afmælisbarnið. Gott ef ég sá ekki tár á hvarmi. Allavega klökknaði hann (er það kannski það sama?).

Svo var dríft sig í lokin. Bjössi mættur í öllu sínu veldi og Grettir og Glámur börðust um athygli og hlátur áhorfenda. Gott ef Glámur bar ekki sigur úr býtum, en það er bara af því hann talar svo asnalega. "Nú er hann dáinn" var fest aðeins betur í hausnum á okkur, mér þykir það gott ef ég næ laginu úr heilanum á mér fyrir áttrætt. Sé barnabörnin fyrir mér: "Afi, hvaða lag er þetta sem þú ert alltaf að gaula?" Leikarar börðust sem fyrr um að fá að spila á hljóðfærin og nú hefur okkur bæst við mandólínleikari. Og Bjössi tók strófur á orgvélina í kórkaflanum sem kom býsna vel út. Svo lékum við leikritið til enda... tja, þess enda sem við höfum í höndunum. Nú situr einhver höfundanna sveittur við að skrifa lokakaflann og okkur er lofað þvílíkum lokaspretti, og bíðum auðvitað drulluspennt enda er það sem þegar er komið af leikritinu alveg bara gekt flott stöff. Þokkalega.

Kannast svo lesendur við orðið "bgnwsst"? Já, nei, sorrí vitlaust blogg...

Guðmundur Erlingsson

18/10 2005