Athugasemdir við færslu 19/10 2005
Siggalára, 20/10 2005 kl. 09:20:
Svei mér þá. Heiðlaug Svan er góður plöggari. Ég er mjööög forvitin, til dæmis. Stóran hvað er Friðrik með? Ætti maður kannski að spyrja Tomma litla?
Ásta, 20/10 2005 kl. 09:58:
Heiðlaug Svan kemur með aldeilis athyglisverða nálgun. Auðvitað ætti markaðsdeils Hugleiks að hrinda af stað teaser-herferð (auglýsingafólkið kann kannski íslensku heitin.) Ég sé fyrir mér flennistóra mynd af Júlíu og Jóni Geir og texta sem segir: "Heiðlaug Svan girnist hans stóra..."
Hægt að gera eitthvað svipað með Þórunni og Ebeneser... "Hún getur boðið honum upp á góðan ..." (drykk)
19/10 2005
Jæja kæru börn.Í kvöld ætla ég að segja ykkur litla sögu.
Eins og þið öll vitið er ég formaður ungmennafélagsins Fjárkláða hér í sveitinni og er alltaf að reyna að safna peningum til hinna ýmsu góðgerðarmála. Í kvöld var ég stödd hjá ríkasta bóndanum hér í sveitinni, honum Ebeneser. Hann er nú dálítið huggulegur karlinn en með eindæmum nískur. Það var ekki að finna að búið væri að baka á þeim bænum, ónei, enga bökunarlykt fann ég þó ég reyndi að þefa útí öll horn. Það var eiginlega mjög sérkennileg lykt á bænum, næstum eins eitthvað hefði dáið undir rúmi og bara verið látið liggja svei mér þá. En ég semsagt fór fram á smávegis framlag til hjálpar bágstöddum hér í sveitinni og hvað haldiði? Hann harðneitaði skrattakollurinn sá arna, harðneitaði. En ungur frændi hans sem þarna var staddur, alveg óskaplega geðugur piltur, kom með heljar stóran ..........já hvað haldiði? Já ...spennandi.........ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann var með sem var svona stórt......þið verðið nefnilega að koma í Tjarnarbíó á sýningu til að fá að vita hvað það var.........og sjá það!!!!!!!
19/10 2005