Valdi, 22/10 2005 kl. 04:26:
er það bara ég eða hefur enginn leikstjóri verið kynntur eða er það toggi???
tja... maður hlýtur að spyrja sig
Siggalára, 22/10 2005 kl. 12:03:
Leikstjórn þessa verks er líka algjörlega meðvitað í höndum sem allra flestra. Höfundar hafa þó nokkurn vegin stjórnunarleyfi um hvaða hugmyndir skulu teknar á löpp og hverjar skotnar.
Vinnuaðferð sem ekki myndi virka með hvaða hóp sem er, en gerir það, alveg svín-, með miklum hlátrasköllum, hjá þessum.
Valdi, 23/10 2005 kl. 00:51:
oki þetta þvældist þvílíkt fyrir mér
Aftur í dagbók
20/10 2005
Í kvöld var æfing án frekasta leikstjórans. Hún var líka án Tomma litla og föður hans, sem var öllu verra. (Grunur leikur á að þeir séu báðir svo alvarlega í karakter að Tommi litli sé kominn með berkla og að Kristján fjósamaður sé fastur einhvers staðar í góðverkum.)
Fórum aftur í það sama og í gærkvöldi. Ýmislegt skemmtilegt gerðist, við Sigrún fengum að sitja við leikstjóraborðið og nutum svo valdsins að við fórum með handritið eins og okkur sýndist.
Svo var endað á smá söng áður en við Sigrún gerðum tilraun til vinsælda og gáfum öllum frí (sem einhverjir nýttu í barferð) klukkan hálfellefu.
Setning kvöldsins: Heldurðu að ég skíti flatkökum?
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
20/10 2005