Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 24/10 2005

Siggalára, 24/10 2005 kl. 11:20:

Ójá, það var vissulega tilbreyting að koma af æfingu með eitthvað annað en "Dáinn, dáinn" á heilanum.

Nú er kominn tími til að iðrast!

bibbi, 24/10 2005 kl. 12:36:

og herra thor fær öll rokkstigin í heiminum fyrir þungarokksfalsettuna!

Toggi, 24/10 2005 kl. 17:00:

Og talandi um tíma til að iðrast:

Velkominn Loftur - í hópinn og á bloggið!

Aftur í dagbók


24/10 2005

[er kveikt á þessu? ..testint..testing...on tú þrí..]
Það er alltaf eitthvað við sunnudagsæfingar. Sumir mæta snemma og eru hressir. Aðrir mæta seinna og eru líka hressir. Einhverjir mæta snemma en eru ekki hressir og nokkrir mæta seint og eru alls óhressir. Einn mætti það seint að ástæða þótti til að minnast á það.

Verandi nýjasti þáttakandinn var ég ekki alveg með á tæru hvað var í gangi í gær. Eitthvað draugalegt fólk væflaðist um sviðið og veittist að einvhverjum manneymingja . Mér skilst að það sé leikritið en ég er bara vesæll kontrabassaleikari og skil ábyggilega ekki svoleiðis.

Tvö lög voru áframæfð og mikið hlakkar fólk yfir því að Ebeneser sé dáinn en Iðrunin fer að jafnast á við annan þekktann syndara úr heimsbókmenntunum hvað varðar lengd, hæð og framkomu. Allt virðist þetta vera að sniðkast til og tónlistinn dunar í hausnum á manni þegar heim er komið.

Loftur S. Loftsson

24/10 2005