Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 24/10 2005

Gummi, 24/10 2005 kl. 23:16:

Sko, ég er ekki alveg að meika þetta. Maður fær ÖLL lögin í sýningunni á heilann. Blessunarlega hingað til er bara farið í þetta eitt, kannski tvö lög á æfingu. Hvernig verður þetta þegar við förum að syngja öll lögin í einu? Alltaf? Á hverri æfingu? Og svo hverri sýningu? Skyld'etta verða bibbajól?

Annars gott að sjá að Íris skyldi leiðbeiningarnar mínar og rataði til ykkar. Ekki slæmur kostur að fá hana í hópinn, síður en svo.

Fríða Bonnie, 25/10 2005 kl. 14:18:

já mér finnst ekki síður merkilegt þegar maður er farinn að fá ósamin bibbalög á heilann- dáldið draugalegt- gle-ði-leg-jól- lalalallalalalalla... það sem ég hef heyrt af lokalaginu lofar enn góðu ...

Aftur í dagbók


24/10 2005

Fremur stutt æfing í kvöld. Fórum í Ragnheiðaratriði, sem verður stórskemmtilegt hjá Bjössa og Huldu. Og negldum loxins niður hvernig bakraddadraugarnir koma inn í það. Frekar sniðugt bara. Bibbi og Annabegga spunnu það upp úr sér af mikilli innlifun.

Að atriðinu æfðu settumst við höfundar niður með búningameisturunum, þeim Dillu og Írisi og ræddum hugmyndir. Það virðist allt vera í ákjósanlegum farvegi. Dilla að vísu með búningana í hérumbil hverri einustu áhugaleiksýningu landsins þessa dagana, en lætur eins og það sé fullkomlega eðlilegt og við hin erum þá bara kát.

Síðan sátum við fjóreykið og lásum nýja lokaatriðið. Smávægilegar viðgerðir og svo er allt til. Og Bibbi raulaði lokalag sem hefur alla burði til að verða enn einn smellurinn. Hvar endar þetta...

Þorgeir Tryggvason

24/10 2005