Athugasemdir við færslu 27/10 2005
Gummi, 27/10 2005 kl. 16:17:
Ég held það verði nú bara að senda jólalögguna á leikhópinn úr því svona er komið. Þetta er verra en Íkjea.
bibbi, 27/10 2005 kl. 16:31:
þetta er ekki verra en íkea! blassfemí!!!
Siggalára, 28/10 2005 kl. 09:12:
Öll tónlist þessa leikrits er þess eðlis að eftir hverja æfingu sofnar maður með síðasta lag sem var æft á heilanum, vaknar með það aftur daginn eftir og það situr sem fastast í rípít fram að næstu æfingu.
Og nú er væmnissöngur Tomma litla að gera endanlega útaf við mig, og ekki önnur æfing fyrr en á laugardag. Skrambans.
Ásta, 28/10 2005 kl. 11:42:
Ég sofnaði líka út frá væmnissöngnum. En gerði þau gríðalegu mistök að verða hugsað til lokaatriðisins í morgun og nú sitja gleðileg jól kyrfilega einhvers staðar ofarlega í hægra heilahveli og neita að hreyfa sig. Það er svo slæmt að ég man ekki einu sinni hvernig lagið við væmnissönginn er.