Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 27/10 2005

Gummi, 27/10 2005 kl. 16:17:

Ég held það verði nú bara að senda jólalögguna á leikhópinn úr því svona er komið. Þetta er verra en Íkjea.

bibbi, 27/10 2005 kl. 16:31:

þetta er ekki verra en íkea! blassfemí!!!

Siggalára, 28/10 2005 kl. 09:12:

Öll tónlist þessa leikrits er þess eðlis að eftir hverja æfingu sofnar maður með síðasta lag sem var æft á heilanum, vaknar með það aftur daginn eftir og það situr sem fastast í rípít fram að næstu æfingu.
Og nú er væmnissöngur Tomma litla að gera endanlega útaf við mig, og ekki önnur æfing fyrr en á laugardag. Skrambans.

Ásta, 28/10 2005 kl. 11:42:

Ég sofnaði líka út frá væmnissöngnum. En gerði þau gríðalegu mistök að verða hugsað til lokaatriðisins í morgun og nú sitja gleðileg jól kyrfilega einhvers staðar ofarlega í hægra heilahveli og neita að hreyfa sig. Það er svo slæmt að ég man ekki einu sinni hvernig lagið við væmnissönginn er.

Aftur í dagbók


27/10 2005

Það bólar ekki á blogg um æfingu gærkveldsins, svo ég púnkta smá.

Hinn nýendurskrifaði lokaþáttur var sviðsettur og gengur vel upp. Að því loknu var lokasöngurinn lærður. Það verður þrautin þyngri að aflæra hann.

Þorgeir Tryggvason

27/10 2005