Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 1/11 2005

Siggalára, 1/11 2005 kl. 11:10:

Mikil obbossleg snilld er nú þessi dagbók, sérstaklega þegar mar er öjmingi með hor og missir af.

Aftur í dagbók


1/11 2005

jæja

við æfðum framtíðarjól í dag. þetta var fyrsta æfing eftir fyrsta rennsli og nú er allt virkilega að falla í einhvern farveg, fólk orðið öruggara og æ fleiri er farnir að sleppa handritum. hljómsveitin hljómar einnig betur og betur og veit það á gott fyrir upptökurnar sem verða um helgina.

bjössi kom með raddsetningu fyrir kirkjukórinn og tók nú ekki langan tíma að fullæfa það!

eftir æfingu var síðan skrafað og skipulagt og þá helst í sambandi við markaðsmál og fyrirliggjandi upptökur.

allt gott að frétta sem sagt og allir brosandi.....

Snæbjörn Ragnarsson

1/11 2005