Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 2/11 2005

Toggi, 2/11 2005 kl. 23:31:

Á leiðinni heim kveikti ég á útvarpinu. Og sjá: voru þar ekki skötuhjúin P. Gabriel og K. Bush (No relation) að raula übervæmið Don't Give Up sem einmitt hafði borist í tal þar sem Kristján og Þórunn stóðu bak í bak og tókust á við erfiðleika sína af samsvarandi æðruleysi.

Tilviljun?

Siggalára, 2/11 2005 kl. 23:56:

Unnusta mínum þykir þetta geðveikt flott lag. Enda minnir heimilisbragurinn hjá Kristjáni og Þórunni OFT á okkar heimili. Vantar bara fleiri svona snarefnileg börn.

bibbi, 3/11 2005 kl. 00:19:

ekki held ég nú að barn það er grindina gliður komi til með að gefa tomma neitt eftir í göfuglyndi..

Toggi, 3/11 2005 kl. 09:39:

Óskandi samt að það vanti ekki annan eins sæg af varahlutum

Aftur í dagbók


2/11 2005

Farið var vel og nákvæmlega í langflestar fjölskyldusenurnar, nú með næstum því réttum leikmunum og stefnir í leiksigur hjá músastigunum mörgu. Áherslan var á smáatriðin. Allmörgu var breytt og enn meira lagað og sjálfsagt kominn tími til. Væmnin náði nýjum og ókönnuðum hæðum og stefnir það allt í eina átt. Sennilega er vænlegast að geyma ælupoka undir hverju sæti í Tjarnabíói. Þetta er auðvitað allt svo dásamlegt.

Guð blessi okkur öll.

Ásta Gísladóttir

2/11 2005