Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 7/11 2005

Toggi, 7/11 2005 kl. 03:50:

Æ já.

Stundum þykir okkur sú huxun næsta sjálfsögð, að við erum að gera þetta fyrir ánægjuna. Stundum er eins og sú ánægja sé fyrst og fremst fólgin í niðurstöðunni. En í þessum maraþondegi í dag var ljóst að gleðin bjó í ferlinu. Og nú hætti ég áður en ég verð of væminn.

Gummi, 7/11 2005 kl. 10:02:

Og í hjartanu, gleymdu því ekki :-)

Ásta, 7/11 2005 kl. 10:05:

Þegar maður hugsar til baka er hálf ótrúlegt að við skyldum ráðst í þetta. 14 lög á einum degi?! Sum sáralítið æfð. Og enn ótrúlegra að það skyldi takast!

Fríða, 7/11 2005 kl. 11:26:

Svona erum við skemmtilega skemmtileg og takk fyrir það:) Rosalega var gaman

Tóró, 7/11 2005 kl. 12:12:

Fyrir hönd heildarinnar gleðst ég yfir því að mínir tónlistarhæfileikar (eða skortur þar á) skuli ekki koma nærri þessu ævintýri.

Hins vegar sakna ég þess á eigingjarnari nótum að geta ekki tekið þátt í sprellinu.

Bestu kveðjur frá kóngsins Köben!

, 7/11 2005 kl. 16:00:

Júlía, 7/11 2005 kl. 16:02:

Við erum svoooo heppin!
Sama hvað allt annað getur verið leiðinlegt er alltaf hægt að sækja ánægju í félagsskap frábærra Hugleikara og þess sem þeir taka sér fyrir hendur.
Þetta var frábær dagur!

bibbi, 7/11 2005 kl. 18:14:

fríða tók tignarlegan lokatón á bassaklarenett klukkan 2 í nótt og lokaði þannig 16 tíma upptökusessjóni!

kom heim klukkan rúmlega 3 að loknu róti niðrá granda. það var uppgefinn og alsæll lítill bibbi sem lagðist á koddann og vísvitandi stillti enga vekjaraklukku!

spila- og sönggleði, þolinmæði, úthald og kannski fyrst og fremst jafnaðargeð og pirringsútilokun gerðu þetta mögulegt!

verkefnið var ærið og stórt og hálfgerð geðveiki að ráðast í þetta, taka upp 14 lög í beit með 25 manna hópi er að sjálfsögðu klikkun! en við tækluðum þetta og brutum á báðum!

heiður að vinna með ykkur krakkar!

Siggalára, 7/11 2005 kl. 18:34:

Wow! Og svo missir maður bara af öllum heiminum! Ég vil að einhver galdri flensuna mína burtu svo ég geti tekið meiri þátt í þessu ljómandi æfingatímabili áður en það verður BÚIÐ!

bibbi, 7/11 2005 kl. 23:49:

já sorglegt þar sem okkur vantaði einmitt grindargliðnunarískur þar sem verið er að syrgja tomma litla.. verri plata fyrir vikið..

Siggi, 8/11 2005 kl. 00:46:

Er nokkuð of seint að óverdöbba gliðnunina?

bibbi, 8/11 2005 kl. 00:50:

neinei.. allt hægt í fótósjopp!

Aftur í dagbók


7/11 2005

(Einn hugleikari sem ekki er í jólaævintýrinu kvartaði við mig um daginn að bloggið hérna væri helst til innherjalegt. Því verða engin sniðuglegheit í þessari færslu heldur verður hún fræðandi og upplýsandi fyrir alþjóð. Og guð blessi okkur öll sem eitt... doh!)

Ég held ég sé ekki í lagi. Ég syng tiltölulega lítið í þessu verki (miðað við suma) og spila á endanum á ekkert hljóðfæri (nema hvað ég fæ að hella til fræum í einu lagi) og hefði getað farið heim til mín klukkan 6, eða svo. Í staðinn var ég að skríða inn rétt í þessu, klukkan 2 um nótt.

Það semsagt var upptökudagur. Við mættum svefndrukkin klukkan tíu á sunnudagsmorgni niður í FÍH, sem er óguðlegur tími fyrir alla þá sem sækja ekki messu að staðaldri. Bibbi og félagar voru búnir að róta öllu dótinu inn kvöldið áður og allt tilbúið. Höfðum semsagt fengið afnot af stúdíói frítt fyrir hreinan helvítis klíkuskap, eins og venjulega. Hjalti var svo hugulsamur að muna eftir bæði kaffivél og katli, svo drykkjarlaust var ekki. Og aðrir gestir FÍH notuðu sér þetta óspart, m.a. frægir poppar (og jafnvel bopparar líka). Bjössi leiddi okkur í gegnum upphitun á meðan Bibbi og hljóðmennirnir vinir hans undirbjuggu allt, og það verður að segjast að hann er verulega flinkur í því (Bjössi í raddæfingunum, alltso. Og reyndar Bibbi í að undirbúa líka. Anyways...). Allur hópurinn drifinn niður um 12-leytið í sándtékk, sem gekk nokkuð snurðulaust og svo var dríft sig í að taka upp lokalagið. Sem gekk bara aldeilis vel, ótrúlega fáar tökur sem þurfti. Við erum bara svo flink.

Að þeirri upptöku lokinni tók við nokkurt hlé, þar ljósleiðarakapall brann yfir (eða eitthvað svoleiðis) og meðan því var reddað var fólk duglegt að finna sér eitthvað að dunda. Flatskjárinn á kaffistofunni kom sér líka vel. Allavega, tæknilegum örðugleikum var reddað eins og venjulega og eftir það gekk þetta eins og smurt. Tókum hvert lagið á fætur öðru sem allur hópurinn söng í, tveir ungir menn mættu og tóku eitthvað upp á vídeó (það á sko að gefa út myndband, og hana nú), en skyldu eftir vídeókameruna, og ég auðvitað hertók gripinn og eyddi því sem eftir var við upptökur á því sem framfór (heilir tveir klukkutímar af efni).

Upp úr fjögur fóru flestir upp og biðu eftir pizzum, en á meðan tók Bjössi sólóið sitt í iðrunarlaginu og verður að segjast að sú frammistaða er ansi hreint mögnuð. Að þessu loknu var haldið áfram að taka upp, fjölskyldan kláraði sína plikt með kurt og pí, og þá mættu Sessí og Kjartan með forláta miðaldra gítarleikara í farteskinu. Hann bar nú kannski ekki metalsólóin utan á sér, en átti nú eftir að koma okkur þar í opna skjöldu. Hann bar með sér rafmagnsgítar og magnara, plantaði þessu niður og tók þetta líka rokna gítarsóló í lokunum á iðrunarlaginu. Við sem vorum í stúdíóinu á meðan sátum alveg dolfallin og opinmynnt. "Vilduð þið eitthvað í þessa áttina?" spurði hann svo. "Þetta er uppáhaldsáttin mín," svaraði Bibbi. Alltaf svo orðheppinn þessi elska. Svo kvaddi snillingurinn hæversklega með orðunum "þið megið eiga þetta" og fór. Eftir sátum við með sælubros á vör og einu gítarsólóinu ríkari. Iðrunarlag Ebenezers er nú orðið eins magnað og hugsast getur, með frábærum söng Bjössa og ... gítarsólói! Jesús Kristur... nei, enga aulabrandara hér!

Hulda átti góða rispu sem Ragnheiður koppakerling, og Jón Geir, Silja og Bjössi renndu sér glæsilega í sambandsslitalagi Ebenezers og Bellu. Bjössi og Fríða tóku svo lærdómsvísur sínar... í svíng! Frábært alveg. Og Fríða í banastuði. Síðasta lagið sem var tekið upp var svo vitleysingasöngur Kapítólu, sem þurfti nú kannski aðeins fleiri tökur en áður, menn orðnir þreyttir (enda klukkan að verða 11 um kvöld) og rugluðust stundum hér og þar. Eftir það voru teknar upp strófur hér og þar sem vantaði. Um miðnættið mætti húsvörðurinn á staðinn og ætlaði að henda okkur út öfugum, en Bibbi og Anna Begga náðu að kría út meiri tíma með diplómatískum sleikjuskap. Og þegar ég fór rétt fyrir 2 voru þeir enn að klára. Og eins og ég sagði, ég hefði alveg getað farið heim kl. 6, en hreinlega tímdi því ekki. Og þegar maður er komin með kameru í hendurnar er ekki aftur snúið. Hefði nú samt viljað spila á einhver hljóðfæri líka...

Allt í allt frábær dagur. Allir í góðu skapi, það kom ekkert upp á, engin leiðindi þótt fólk þyrfti að bíða og allir orðnir þreyttir. Allir tilbúnir til að leggja eins mikið af mörkum og þeir mögulega gátu. Ég segi nú bara eins og Siggalára á blogginu sínu um daginn, það er eitthvað alveg merkilegt að rúmlega 20 manns sé til í að standa í svona veseni, án þess að fá borgað fyrir það. Og síðast en ekki síst fá hljóðmennirnir alveg gríðarlegt hrós, þeir stóðu sig eins og hetjur og kvörtuðu aldrei (þeir fá ekkert borgað frekar en við), heldur tókust á við verkefnið af ótrúlegum áhuga og dugnaði. Húrra fyrir þeim! Og húrra fyrir okkur!!

Guðmundur Erlingsson

7/11 2005