Athugasemdir við færslu 9/11 2005
Siggalára, 10/11 2005 kl. 11:50:
Já... nokkuð til í því... ættum kannski að stofna svona "PeterBrookska" deild sem æfir í svona 2 ár og út úr því koma svona 9 tíma sýningar...
Halda áfram með Jólaævintýrið og gera svo "extended version". Sýnt um hver jól næstu 10 árin, alltaf lengra og lengra.
Hihihi.... er enn með óráði.
, 10/11 2005 kl. 11:52:
Bendi á að Dickens samdi ótal skruddur og allar lengri en Jólaævintýrið.
bibbi, 10/11 2005 kl. 13:05:
hver er þessi huldumanneskja sem iðulega kvittar fyrir sig með lítilli kommu?
;, 10/11 2005 kl. 14:24:
Held það sé Júlía. Halló Júlla, halló Bibbi...
Siggalára, 10/11 2005 kl. 14:40:
Hann Árni minn spurði í dag, í mesta sakleysi: Hurru, af hverju er plaggatið eins og bjórflöskumiði?
Ég sagði honum nú bara að hann hefði alkóhólískt ímyndunarafl.
SiljaB., 11/11 2005 kl. 10:40:
Árni er nú ekki einn um að sjá bjórflöskumiðavísunina á plaggatinu. Fékk nákvæmlega sömu viðbrögð frá einum vinnufélaga þegar hann sá myndina :o)
Gummi, 11/11 2005 kl. 11:11:
Þetta er bara svo ansi jólaglöggt fólk :-)
9/11 2005
Úfff ... fyrsta tilraun mín til bloggs misheppnaðist hrapalega enda óblogginn með afbrigðum. Verður því farið yfir tvo daga í einu. Í gær varið farið í síðustu senurnar sem voru í lausu lofti.Jólaóratorían er orðið magnþrungið meistaraverk sem mun án efa verða fastur liður í helgihaldi landsmanna og verða minnsvarði um sköpunarkraft Hugleiks löngu eftir okkar daga. Ég er líka viss um að í jólamessum og sunnudagaskólum framtíðarinnar verður ávallt tekið mið af túlkun Sigurðar H. Pálssonar á kindahjörðinni.
Næst var farið í Víkivakan og sjá hann er orðinn glettilega áhugaverður, jafnvel fyndinn.Vinkona mín sem fylgst hefur með þessari dagbók benti mér í morgun á að kannski væri gott að það væru bara tíu dagar í frumsýningu, því það virtust birtast ný lög og atriði í hverri viku og þetta myndi aldrei taka enda. Eitthvað er til í þessu því viti menn, er ég kom heim beið mín ný endurskrifað heimkomuatriði Ebbalings (Ebeneser ungur) og Bellu. Það var æft í kvöld ásamt Ragnheiðar senu sem er uppfull af púkalegum bröndurum (bloggari telur sig hafa verið andsetinn af spaugstofunni er þetta pönsjlæn var skrifað). Svo var rennt í öll fortíðar jól með miklum bægslagangi og fyndum. Það er kannski geðveiki að fara að bæta meiru við en DJÖFULL ER ÞAÐ GAMAN. 9/11 2005