Athugasemdir við færslu 11/11 2005
Toggi, 11/11 2005 kl. 14:19:
Öppdeit. Fór glaður og reifur í hádeginu niður á Bandalag að ljósrita leikskrána. Og var ekki fyrr búinn að því en ármann rak augun í svo meinlega villu að ég þarf að gera þetta alltsaman aftur.
Sem var akkúrat það sem vantaði í þennan annasama dag.
bibbi, 11/11 2005 kl. 14:54:
er núna að hlusta á afrakstur hljóðblöndunnar og hún virðist hafa tekist vel. ennþá eitthvað sem þarf að sjæna og laga en það er ekkert stórvægilegt.
við lentum reyndar í tækniveseni svo mixið stóð langt fram á morgun en þetta er erfiðsins virði svo sannarlega.
þess má til gamans geta að diskurinn verður sennilega um 40 mínútur.
sjáumst í kvöld.