Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 11/11 2005

Toggi, 11/11 2005 kl. 14:19:

Öppdeit. Fór glaður og reifur í hádeginu niður á Bandalag að ljósrita leikskrána. Og var ekki fyrr búinn að því en ármann rak augun í svo meinlega villu að ég þarf að gera þetta alltsaman aftur.

Sem var akkúrat það sem vantaði í þennan annasama dag.

bibbi, 11/11 2005 kl. 14:54:

er núna að hlusta á afrakstur hljóðblöndunnar og hún virðist hafa tekist vel. ennþá eitthvað sem þarf að sjæna og laga en það er ekkert stórvægilegt.

við lentum reyndar í tækniveseni svo mixið stóð langt fram á morgun en þetta er erfiðsins virði svo sannarlega.

þess má til gamans geta að diskurinn verður sennilega um 40 mínútur.

sjáumst í kvöld.

Aftur í dagbók


11/11 2005

Í gærkveldi brunuðum við í gegnum síðustu þættina tvo, hinn dramatíska draug framtíðarjóla og svo hið sykursæta lokaatriði. Sviðsettum lokasöng, og sem betur fer fannst asnakjálkaleikari á síðustu stundu. Lögðum svo línurnar með kynninguna í Þjóðleikhúskjallaranum.

Þegar flestir héldu heim á leið lagði undirritaður lykkju á leið sína og kíkti á Bibba og Björn takkatröll sem sátu yfir hljóðblöndun disksins. Þeir spiluðu fyrir mig tóndæmi sem ég gat ekki annað en verið hæstánægður með. Þetta hefur tekist hið besta.

Fór svo og gerði eina leikskrá og lagaði einn flyer fyrir svefninn.

Þorgeir Tryggvason

11/11 2005