Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 16/11 2005

Fríða, 16/11 2005 kl. 11:40:

Húrra! er virkilega búið að selja á sýningar fyrirfram! Þetta kalla ég sko góða vinnu :) 10 þumlar upp, nei annars, þetta hljómar eitthvað undarlega, ekki 10 þumla, bara fjórfallt húrra. Já það er smá þreyta en ég hef trú á að það komi aukaorka á frumsýningardag og jafnvel á lokaæfingu þegar við fáum áhorfendur, spennnnnnnnnó! og gaaaaaman!

Siggalára, 16/11 2005 kl. 11:49:

Var líka að frétta að á morgun birtist mjög geðveikt kúl auglýsing í Mogganum. Það er víst strax orðið uppselt á einhverjar sýningar!
Húrra fyrir markaðströllunum!

Hanna, 16/11 2005 kl. 12:57:

Mikið hryllilega er þetta allt skemmtilegt. Nú er orðin átakanlega mikil þörf á að leysa kindurnar úr læðingi,blessað sauðféð, svo hægt sé að byrja að æfa þær inn í leikritið. Þarf að véla smiðina í það ellegar finna mér góða sög og saga til næsta bæjar.

Anna Begga, 16/11 2005 kl. 14:09:

hahahahhahahahahhahahhahaha...

bjartsýnn að eðlisfari !

Fríða, 16/11 2005 kl. 16:31:

Æ það er alltaf hægt að plata mig en húrra samt fyrir markmönnunum :)

Aftur í dagbók


16/11 2005

jæja! æfing á seinni parti í dag og rennsli eftir það. mikill munur á textakunnáttu milli æfinga en betur má ef duga skal! hræðilega margt eftir að gera fram að frumsýningu en ekkert óyfirstíganlegt. álagið er farið að segja til sín og einhverjir finna til veikinda eða eymsla.

það sem kannski var skemmtilegast við rennslið í kvöld var að þetta var í fyrsta sinn sem stykkið rann í gegn sem heild. ekki kannski tilbúið til sýningar en þó ein heild. mikið á eftir að þétta og útfæra en ég er bjartsýnn að eðlisfari og ég sé þetta, ekki aðeins blessast heldur eiga eftir að verða rós í hnappagöt allra þátttakenda.

af öðrum málum má nefna að allt er komið í prentun, plaggöt og flæerar, leikskrá og diskadót. einnig er markaðsátakið að skila sér og sjáum við fram á að þurfa að auglýsa nokkrar sýningar uppseldar strax við fyrstu blaðabirtingu. það er nú gott og gaman og húrra fyrir markaðsmógúlum!

og nú er bara að fara vel með sig og halda áfram að brosa. fara yfir textann sinn og hlusta á nýuppteknu lögin okkar og syngja með! það er mikið sem á eftir að mæða á okkur næstu daga en við rúllum þessu upp ef allir hugsa um sitt.

rokk og ról!

Snæbjörn Ragnarsson

16/11 2005