Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 17/11 2005

Siggalára, 17/11 2005 kl. 10:29:

Oooo. Var líka í hugleixkum reddingum um daginn, en fór mér sennilega full-óðslega þannig að ég þurfti að missa af þessari æfingu. Það sökkaði feitt. En gott að sjá að allt gekk vel, samt. ;-)
Er í alvarlegum fráhvörfum og sjáumst í kvöld.

(Hafiði annars tekið eftir því að það er byrjað að jólaskreyta út um allt? Mér finnst alveg viðeigandi að það sé gert í vikunni fyrir frumsýningu.)

Fríða Bonnie, 17/11 2005 kl. 12:15:

Já þetta er í fyrsta sinn sem það fer ekki verulega í taugarnar á mér að sjá jólaseriur settar upp í byrjun nóvember. Það hefur örugglega eitthvað að gera með ... gleðileg jól nú við höldum jólin hátíðleg og höndum tökkum saman öll sem eitt...
Annars gaman að heyra í unglingunum í gær, auðheyrt að þetta verður leiksýning fyrir ALLA fjölskylduna.
Og mikið var gaman að sjá blessað sauðféð komið í hús.

Ásta, 18/11 2005 kl. 01:11:

Er ekki kominn tími á að setja einhverja tilkynningu á forsíðu? "Frumsýning á laugardag" eða eitthvað svoleiðis? Ég spyr nú eins og fávís kona...

Siggi, 18/11 2005 kl. 08:49:

Jú, Ásta, það er mikið rétt. Þetta er allt að koma.

Aftur í dagbók


17/11 2005

The Day of The Icelandic Tounge!

Það var enda sungið fyrir Jónas í upphituninni. Eins og Dickens núna hefur hann svo sannarlega fengið að kenna á hugleixhúmornum svo það minnsta sem við getum gert er að raula hinn sérhugleixka ammælissöng fyrir hann.

Undirritaður tók hugleiksdaginn snemma og eyddi honum í aðskiljanlegustu útréttingar sem lauk í þann mund sem við hófum rennsli. Og mikið óskaplega var þetta gott rennsli. Allt að springa út. Fullt eftir að gera en ljóst að það hefst. Áhorfendur í fyrsta sinn sem skríktu talsvert, sérstaklega að Móra, enda fátt fyndnara en framliðnir vandræðaunglingar.

Endaði daginn á að smíða fjárhirðastaf fyrir Heiðlaugu Svan.

Förum í upptöku fyrir Stundina Okkar á morgun.

Hér eru allir dagar eins...

Þorgeir Tryggvason

17/11 2005