Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 18/11 2005

bibbi, 18/11 2005 kl. 12:13:

við þetta má bæta að eftir æfingu var smíðuð snjóvél sem verður vonandi virkjuð í kvöld.

Anna Begga, 18/11 2005 kl. 13:27:

og enn má bæta við að ég er komin með geisladiskinn okkar í hendurnar ;) snjóugan og flottan !!!

og eftir vinnu næ ég síðan í plaköt, flyera og geisladiskabækling, þá erum við að dansa !

Aftur í dagbók


18/11 2005

Í gær var talsvert plöggað. Farið var og tekið upp atriði fyrir Stundina okkar. Þangað fóru Anna Begga, Jón Geir og Júlía og létu ljós sín skína. Ekki verður það þó sýnt fyrr en eftir einar 2 vikur, skilst mér. Svo fórum við Anna Begga og tjáðum okkur á Talstöðinni. Það var ljómandi gott og skemmtilegt viðtal og ég held að kannski höfum við lokkað útvarpskonuna hálfa leið í Hugleik. Og ekki nóg með það, hún spilaði 2 lög úr leikritinu. (Á útvarpsstöðinni sem einungis á að tala á.)

Síðasta rennsli fyrir generál fór síðan alveg ágætlega fram í gærkvöldi. Eitthvað voru menn að fara á taugum á nýjum og spennandi stöðum, en betur að gera það strax en síðar. Leikarar sýndu mikla tjaldfimi og allt er á síðustu metrunum að smella saman.

Eitthvað átti síðan eftir að málast og ljósamál eru enn pínulítið á fleygiferð en það ku hafa átt að reddast í gærkvöldi og dag.

En, þetta lítur ágætlega út, verst að nú fer þessu bráðskemmtilega æfingatímabili að ljúka.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

18/11 2005