Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 19/11 2005

Gummi, 19/11 2005 kl. 17:00:

Ég skal alveg viðurkenna það að þegar ljósin fóru niður í lok generalprufunnar og fagnaðarlæti brutust út meðal áhorfenda, að ég hoppaði nokkrum sinnum af kæti yfir þessu öllu saman. Svo þegar ljósin komu upp hætti ég því. Maður verður nú að halda kúlinu.

Aftur í dagbók


19/11 2005

Að morgni frumsýningardax er verðugt að líta aðeins um öxl, byrjum á því að skoða stutt.
Generallinn gekk alveg glimrandi vel og allt small saman alveg eins og ég var búinn að lofa mér. Það var mikil ánægja meðal ágorfenda og höfðu félagar mínir það á orði að auðvitað væri Hjalti settur í eitthvað svona hlutverk.

En allavega, lítum um ögsl. Þann 3/10 hittumst við fyrst og vorum ekkert alveg viss um hvað við værum að fara að gera og ekki heldur hvernig við ætluðum að gera það. Síðan þá erum við búin að ná að búa til þetta líka feikna skemmtilega leikrit með öllum þessum lögum, við erum búin að taka ögin upp og gefa út heilan geisladisk (það hljómar svolítið töff). Við erum búin að ná því að það eru 1500 miðar pantaðir áður en við frumsýnum (og það hljómar bara geggjað).

Og ég vil bara segja það að þetta gekk bara ýkt vel og svo skulum við margbrjóta á okkur lappirnar í kvöld. pojpoj

Hjalti Stefán Kristjánsson

19/11 2005