bibbi, 21/11 2005 kl. 11:32:
þakka fyrir mig sömuleiðis..
Siggalára, 21/11 2005 kl. 16:02:
Og líka ég.
Aftur í dagbók
21/11 2005
Og þá er því lokð...
... eða kannski ekki lokið, en það eru engu að síður merk tímamót í lífi hverrar leiksýningar að vera frumsýnd.
Fyrir minn hatt tókst frumsýningin með miklum sóma. Er ekki frá því að aðalæfingin hafi verið sjónarmun kraftmeiri, en þetta á allt eftir að stillast af og mun einatt taka mið að þeim sem sitja úti í sal og "hamast við að trúa" því sem við skrökvum að þeim ofan af sviðinu, svo vitnað sé í þjóðsöng félagsins.
Ég hef marga fjöruna sopið í leikhúsi en þetta æfingaferli er trúlega það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í. Allt samstarfsfólk með eindæmum frjótt og skemmtilegt, og hafa án þess að á það hafi verið minnst tileinkað sér gullnu regluna hans Bogga vinar míns, og innifelur allar aðrar samskiptareglur:
Bannað að vera með vesen.
Takk fyrir mig þið öll!
Ég á von á því að þessi dagbók verði látin lifa og verði áfram færð eftir hverja sýningu, jafnvel oftar ef einhver finnur í sér hvöt til þess.
Þorgeir Tryggvason
21/11 2005