Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 24/11 2005

Nanna, 28/11 2005 kl. 22:33:

auðvitað verðum við heimsfræg. stóð eitthvað annað til?

Aftur í dagbók


24/11 2005

önnur sýning í kvöld og var hún góð. sennilega rétt um hundrað manns í salnum og mikið til unglingar sem voru greinilega komnir með hvolpavit því þau skríktu iðulega mest þegar tvíræðnin fór hæst og er ekkert að því svo sem. grettir vakti einnig mikla lukku.

ég mætti reyndar ekki fyrr en hálftíma fyrir sýningu og þá var upphitun að ljúka og allir komnir í gírinn. til helstu tíðinda á sýningunni sjálfri má telja að sigurður fullkomnaði loks mandólínspil sitt ofan á kistunni en varð svo um og ó að hann var næstum dottinn af kistunni.

eftir sýninguna héldu síðan flestir á nasa þar sem ampop (sem er hljómsveit sem jón geir er í (hvar finnur gaurinn allan þennan tíma)) hélt útgáfutónleika. þeir voru hinir bestu og komu mér hreinlega á óvart. reyndar þótti mér ekki við hæfi að þjófstela draugahljóðunum okkar og planta þeim inn í lög þar sem ekkert sást til ragnheiðar, móra eða þeirra hinna.

kynningarmál eru í fullum gangi og það nýjasta er að ég held innskot í fólki með sirrý 30. nóv og upptroðsla á jólatréskveikingunni niðrí bæ þann 4. des. með þessu áframhaldi hljótum við að verða heimsfræg!

Snæbjörn Ragnarsson

24/11 2005