Athugasemdir við færslu 1/12 2005
Anna Begga, 2/12 2005 kl. 11:25:
framhald..
eftir æfingu var bærinn málaður rauður !!
ég og Júlía byrjuðum, læddumst um bæinn með lím í fötu og veggfóðruðum alla rafmagnskassa sem við fundum, allt frá ingólfstorgi og upp bankastrætið.
þar slóust hjalti og jenný í hópinn og við veggfóðruðum upp laugaveginn (svona næstum allan) og kláruðum þau fáu plaköt sem eftir voru á hverfisgötunni.
nú vonum við bara að herrra plakatagaur (sem er einhver sem er í vinnu við að hengja svona upp) sé kominn í jólafrí svo okkar auglýsingar fái að hanga sem lengst.
Hulda, 2/12 2005 kl. 13:48:
Húrra fyrir ykkur duglega fólk!
Gummi, 2/12 2005 kl. 15:04:
Sá það í morgun, jólaævintýri hugleiks hvert sem litið var í miðbænum.
Siggalára, 2/12 2005 kl. 19:57:
Núna er sýning í þann mund að hefjast. Vinsamlegast spennið sætisólar og slökkvið á farsímum. Dammdammdammdammmmm.
Finn spennuna alveg heim í sófa.