Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 1/12 2005

Anna Begga, 2/12 2005 kl. 11:25:

framhald..

eftir æfingu var bærinn málaður rauður !!

ég og Júlía byrjuðum, læddumst um bæinn með lím í fötu og veggfóðruðum alla rafmagnskassa sem við fundum, allt frá ingólfstorgi og upp bankastrætið.

þar slóust hjalti og jenný í hópinn og við veggfóðruðum upp laugaveginn (svona næstum allan) og kláruðum þau fáu plaköt sem eftir voru á hverfisgötunni.

nú vonum við bara að herrra plakatagaur (sem er einhver sem er í vinnu við að hengja svona upp) sé kominn í jólafrí svo okkar auglýsingar fái að hanga sem lengst.

Hulda, 2/12 2005 kl. 13:48:

Húrra fyrir ykkur duglega fólk!

Gummi, 2/12 2005 kl. 15:04:

Sá það í morgun, jólaævintýri hugleiks hvert sem litið var í miðbænum.

Siggalára, 2/12 2005 kl. 19:57:

Núna er sýning í þann mund að hefjast. Vinsamlegast spennið sætisólar og slökkvið á farsímum. Dammdammdammdammmmm.

Finn spennuna alveg heim í sófa.

Aftur í dagbók


1/12 2005

Jæja, tek mér það bessaleyfi að blogga um æfingu kvöldsins. Ha, æfingu? Já, í kvöld var haldið ítalskt rennsli á Jólaævintýri Hugleiks, Togga og leikurum til skemmtunar. Allur komst textinn til skila, leikarar leyfðu sér ýmis fíflalæti og tilfinningaríkar replikkur urðu býsna fyndnar þegar leikararnir bunuðu þeim útúr sér af algerum tilfinningaskorti. Grettir hafði sig meira í frammi en áður og Tommi litli virtist nú ekkert eiga neitt alveg hreint svakalega bágt. Og engillinn fékk loksins sitt gje. Og svo sýning á morgun, arvala lífsins og hana nú... Og sumir þurfa víst að tala hærra (ahem...)

Guðmundur Erlingsson

1/12 2005