Toggi, 4/12 2005 kl. 15:32:
Hah!
Var að logga mig inn til að skrifa nokkurnvegin nákvæmlega það sem Ásta var búin að. Frábært!
Siggalára, 5/12 2005 kl. 11:38:
Tók eftir að þessi dagbók er í gær 2ja mánaða gömul. Það eru susmé ekki nema litlir tveir mánuðir síðan æfingar hófust! Svaka vorum við fljót að þessu... ef ekki er talinn með um áratugs undirbúningstími.
Aftur í dagbók
4/12 2005
Nú virðist lögmálið "fyrstur kemur, fyrstur fær" vera alls ráðandi um bloggun hér á bæ. Þar sem enginn hefur tekið frumkvæðið ennþá (og eru sjálfsagt annað hvort að jafna sig eftir skemmtun gærkvöldsins eða undirbúa skemmtun dagsins) ætla ég að nýta þessar 20 mínútur áður en strætó kemur.
Það var víst mál manna að sýningin í gær hefði verið sú besta fram að þessu. Það var hins vegar erfitt fyrir einstaka leikara að koma auga á það því sjaldan hafa jafnmargir einstaklingar tekið sig saman og klikkað á jafn misjafnan en smávægilegan hátt í einni sýningu. Sjálfsagt voru það mestallt klikk sem enginn tók eftir nema við (og fær Loftur nafngiftina sérlegur reddingameistari kvöldins.) Það sem þessi klúður skiluðu víst var óvenjumikill kraftur og einbeiting sem áhorfendur nutu góðs af. Nú er bara trixið að finna þennan kraft án þess að sleppa texta, gleyma innkomum og skemma props og búninga. Þá er auðvitað spurning hverju við gætum flissað yfir eftir sýningar.
Héldum glaðbeitt (næstum) öll sem eitt á Hraungigg á Rósenberg eftir sýninguna. 3/5 af Hrauni eru meðlimir í hinu fornfræga bandi "Forynjum og draugum" og kominn tími til að leikhópurinn berði drengina augum í sínu rétta elementi. Svo átti Silja afmæli sem var prýðis fyrirsláttur fyrir djammi.
Þá er best að skella sér niður í bæ, kveikja í trénu og syngja Gleðileg jól.
Ásta Gísladóttir
4/12 2005