Gummi, 5/12 2005 kl. 17:08:
"Hvað er þetta?" spurði litla stúlkan móður sína þegar ég rétti henni flæerinn. "Þetta er úr leiksýningunni áðan, sem var svo flott" sagði móðirin. Það gladdi mitt litla hjarta.
Aftur í dagbók
5/12 2005
Í gær kveiktum við í trénu. Eða kannski öllu heldur tókum þátt í að hafa ofanaf fyrir barnaskaranum á Austurvelli þegar búið var að tendra ljósin á Oslóartrénu. Sungum þrjú lög og tengdum þau með ágripi af sögunni. Dreifðum svo flyerum í skarann á eftir.
Þetta tóxt ágætlega. Vetur konungur er reyndar ekki með sérlega gott tóneyra og gat samt ekki stillt sig um að fikta í gítarnum með fyrirsjáanlegum (heyranlegum) afleiðingum. En hvað, þetta er jú alltsaman deþþþþ!
Eitthvað hefur verið gasprað um að við þetta tækifæri hafi hugleikur verið þýddur yfir á táknmál í fyrsta skipti. Gott ef sjálfur leyndarskjalavörður félagsins hafi ekki haldið þessu fram. Honum hefur hinsvegar verið bent á að það er alrangt, enda fór Hanna Kr. Hallgrímsdóttir á kostum sem táknmálstúlkur í
Nóbelsdraumum Arna Hjartarsonar. Þetta telst nú leiðrétt.
Þorgeir Tryggvason
5/12 2005