Hanna., 18/12 2005 kl. 17:32:
Og Loftur leikur á bassa.
Valdi, 18/12 2005 kl. 18:32:
ég allavega held áfram að lesa hérna
Fríða Bonnie, 19/12 2005 kl. 12:17:
jú jú kíki alltaf af og til
Siggalára, 19/12 2005 kl. 23:26:
Jú, ég les sko, þokkalega. Vona að ég komist á lokasýningu. Hef annars náttlega verið algjörlega úr sambandi við umheiminn. Svo, ekki hætta að skrifa hér! Plíííís!
Aftur í dagbók
18/12 2005
Sýning í gær og í fyrsta skipti sýnt fyrir minna en 100 manns. 60 manns á sýningu hefur nú oft þótt gott en við erum orðin ansi góðu vön og þurfum ekkert að venja okkur af því því mikið er búið að panta á sýninguna í kvöld og nálægt uppsölu.
Gummi fær höfundaverðlaunin fyrir að endurskrifa jólalögin, ég hélt að ég myndi kafna úr hlátri.
Annars var sýningin góð, kannski eilítið kærulaus en mjög lifandi og kraftmikil.
Nú þegar maður hefur séð svona margar sýningar og horfir til bara er gaman að velta fyrir sér hvað hefur þróast og breyst og tvennt kom í huga mér í gær. Ebbi yngri og Bella eru orðin svo vandræðaleg í sokkasenunni að maður getur ekki setið kyrr og Lína verður djöfullegri með hverri sýningu. Í gær blótaði hún sáran í hljóði þegar bróðir hennar komst að því að Ebenezer væri ekki dauður og mínu þjálfaða auga fannst það mjööög fyndið.
Og svo bara aftur í kvöld!
Kastljóssgiggið birtist sennilega annað kvöld sem er ekkert endilega besta tímasetningin en skítt með það. þetta verður flott.
Eru kannski allir hættir að lesa þetta?
Snæbjörn Ragnarsson
18/12 2005