Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 20/12 2005

Siggalára, 20/12 2005 kl. 14:28:

Snilldarplögg!
Á ekki von á að sjá neinn fyrir jól og huxanlega ekki fyrr en eftir burð þannig að ég segi bara:

"Gleðileg jól..." (með sínu lagi.)

bibbi, 20/12 2005 kl. 16:12:

auðvitað koma hann konni ekkert á laugardagssýninguna heldur um síðustu helgi. rétt skal vera rétt..

Aftur í dagbók


20/12 2005

sunnudagssýning. tvennt kannski helst markvert, aldrei verið fleiri á sýningu (næstum ofselt í salinn) og sýningin tekin upp og gummi á heiðurinn að því að mestu, reddaði professional vinum sínum á tvær kamerur og allt! kraftmikil sýning og svoldið mistæk en að mínum dómi sú besta hingað til. gott fólk í salnum og fagnaðarlátum í endann ætlaði aldrei að ljúka. útsláttur ljósaborðs sem bjargað var fyrir horn á elleftu stundu af snarráðum ljósameistara er eftirminnilegur og eins barnið sem var vissari en Ebenezer sjálfur um að hann væri ekki dáinn. þetta var síðasta sýning fyrir jól og nú eru bara tvær eftir. væntanlega birtumst við í kastljósi nú í kvöld (þriðjudag) því ekki vorum við í gærkveldi eins og búist var við.

góðar viðtökur fengum við hjá aðalsprautu rokk.is sem kom á laugardagssýninguna og má lesa dóma hans og óumbeðið plögg hér.

háværar raddir tala nú um aukasýningu á þrettándanum og væri það vel og við hæfi að ljúka jólunum þannig. vonandi höfum við þó ekki séð framan í hvert annað í síðasta skipti fyrir jól því fyrir liggja jólatónleikar hrauns á rosenberg að kveldi tuttugastaogannars og ættum við að fjölmenna þangað öll sem eitt. til hinna sem ég kem ekki til með að hitta þar segi ég gleðileg jól!

Snæbjörn Ragnarsson

20/12 2005