Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 29/5 2006

Júlía, 29/5 2006 kl. 20:28:

Varaformaður vor, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, hefur staðið sig eins og hetja sem proxý og mun ég leggja til að skálað verði fyrir henni margsinnis á laugardaginn!
Hún kom skilaboðum á Netið næstum jafnskjótt og þau bárust í símann hennar.

Júlía, 29/5 2006 kl. 20:31:

Er kannski hægt að skrifa leikrit um það Siggi?
"Sögur úr Bjarmalandsför" eða eitthvað gáfulegt.
Það er ekki verri hugmynd en margar, og örugglega betri en sumar. Allavega engin hætta á að útskriftarnemar leiklistarskólans taki þá hugmynd/upplifun frá okkur/ykkur.

Aftur í dagbók


29/5 2006

Þá er þriðjungur hópsins snúinn aftur úr þessari Bjarmalandsför. Eins og menn sjá gáfust fá, eða öllu heldur engin, tækifæri til að blogga nema gegnum proxýinn Siggu Láru. Hins vegar er áætlað að skrifa ítarlega ferðasögu. Trúið mér, það er frá nógu að segja.

Sigurður H. Pálsson

29/5 2006