Gummi L, 6/8 2006 kl. 23:04:
Loksins er talad um grúppiurnar, vid eru oðvitad duglegastir ad vaka og drekka. En verdum ad fara heim å morgun nema vid fåum fluginu breytt.
Gummi, 7/8 2006 kl. 15:07:
Þetta hefði sjálfsagt orðið glatað án grúppíanna, við vitum það alveg. En gaman að heyra (lesa) hvað það er gaman hjá ykkur.
Aftur í dagbók
5/8 2006
Aðaldagurinn!!!! dagurinn byrjaði frekar snemma með morgunmati að hætti hússins að vanda....mæting klukkan tíu í leikfimissalinn í byggingunni sem við gistum í....lítill og frekar þreyttur, gamall krúttaralegur salur ;)
Mjög nauðsynlegt textarennsli takk fyrir!!! Búið að vera svo mikið prógram að það var algjörlega þörf á að pikka upp smá tempó og hreinsa textann aðeins upp, sem gekk bara assskoti vel :)
Hádegismatur...nammi namm...hann er alveg að fá þó nokkra plúsa þessi kokkur...mjög góður matur hjá honum og hann er sko alls ekki að spara hvítlaukinn...hvítlaukur í öllu...hehee.
Eftir hádegismat var frjáls tími...það var mjög misjafnt hvað fólk vildi gera af sér...sumir skelltu sér í sund til að ná í orku fyrir kvöldið aðrir lögðu sig...einhverjir kíktu í bæinn að versla... mjög fínt að fá smá frítíma fyrir prógram kvöldsins :)

Það voru svo opnar umræður um eistnesku, dönsku og norsku sýningarnar klukkan tvö...sem þeir mættu á sem vildu.
Mæting klukkan korter í fimm í rútur til að fara að sjá sýninguna hjá Litháen í Norræna húsinu þeirra Færeyinga.

Strax eftir sýninguna var hoppað út í bíl sem okkar kontactgaur var búinn að redda fyrir okkur og beint niður á Þjóðarpall þar sem við áttum að sýna. Við tókum netta upphitun og svo skelltum við okkur í tæknirennsli. Edda, kontaktgaurinn okkar, var búinn að redda okkur rosa flottum samlokum sem við fengum að borða eftir rennslið....sem var alveg brilljant þar sem liðið var orðið frekar hungrað. Styttist og styttist í sýningu...smink..hár..búningar og allt að gerast....allt á fullu og liðið orðið vel spennt. Úffff það var rosa heitt í salnum á meðan sýningin var hehee...maður var farinn að halda að fólk myndi hlaupa út strax eftir sýninguna til að fá sér frískt loft....en heldur betur ekki, við fengum alveg rosalega góð viðbrögð....fólk bara spratt á fætur og var bara að missa sig í klappi og látum....ég hef bara aldrei lent í öðru eins, alveg hrikalega gaman að fá svona viðbrögð....en sýningin gekk semsagt rosalega vel :). Svo var drifið í að skipta um föt og skálað í kampavíni og skálað aftur og aftur og aftur :).
Þegar við komum svo í festivalklúbbinn var okkur fagnað ennþá meira, :) hrikalega gaman....við öll líka svo glöð og sátt við sýninguna.

Bjór hefur sjaldan bragðast betur...maður var orðinn svo hrikalega þyrstur eftir sýninguna...enda var ekki eðlilegt hvað var heitt þarna inni. Litháen og Svíþjóð voru með skemmtiatriði kvöldsins...það var sungið...dansað....og við fengum að smakka bæði mat og snafsa frá Litháen....mjög gott....einn snafsinn hrikalega sterkur....reif alveg niðrí rumpu ;). Svo var dansaður færeyski dansinn og sungið...við rétt pikkuðum upp smá ”millierindi” sem við gátum raulað með á okkar rosa góðu færeysku sem verður betri og betri með hverjum deginum sem líður :). Djammið hélt svo áfram þar til fólk gat engan veginn meira :) :) :) en við þurftum samt að hafa í huga að missa okkur ekki alveg í gleðinni því að okkar workshop var klukkan ellefu daginn eftir.
Knús og kossar heim.......grúppíurnar okkar þeir Steini, Gummi og Bjössi biðja að heilsa :).
Bylgja Ægisdóttir
5/8 2006