Gvendur E, 8/8 2006 kl. 18:07:
Hana nú. Ég er orðinn leiður á að lesa um hvað er gaman hjá ykkur. Nú bora ég mér í festívalvæna sýningu á vetri komanda, eða kem með næst sem grúppía. Sem ég heiti Gvendur.
bonnie, 8/8 2006 kl. 19:08:
Gaman að heyra og lesa, flottar lýsingar. Til hamingju með velgengnina og ég segi eins og Gvendur -mig langar með-
ég er svöng ég er svöng ég er mikið garnalöng!
Siggalára, 8/8 2006 kl. 20:39:
Gaman að þið komuð til Gjógv! Mér finnst það alveg flottasti staður í Færeyjum, og er úr mörgum að velja. Gummi: Það er ennþá skemmtilegra að fá að vera í klappliðinu á svona hátíð. Fá bara að ganga inn í hópdílinn, borga fyrir sig og vera svo bara á hátíðinni án þess að gera neitt. Prófaði það í Eistlandi fyrir tveimur árum og það var Æði. Enn þægilegra er sennilega að fara sem höfundur... á eftir að prófa það.
Aftur í dagbók
6/8 2006
Skoðunarferð
Á sunnudag var sýningalaus dagur. En hann var skemmtilegur engu að síður. Klukkan 11 um morguninn var “workshop” timi. Ágústa var með klukkutíma “workshop” um vinnuaðferðir sem við notuðum meðal annars i upphitunum fyrir Memento Mori. Um 30 manns mættu í íþróttasalinn i Læraraskolanum. Þetta var mjög skemmtilegur klukkutimi sem við áttum saman og lékum okkur i síld, zipp, zap, bong og ömmunni. Ágústa fór á kostum.Eftir hádegismatinn söfnuðust allir i tvær rútur og farið var með okkur i “sightseeing” túr. Við ókum i norður meðfram sundinu sem aðskilur Straumey og Austurey og fórum svo yfir lengstu brú sem til er yfir Atlandshafið (!) en hún er um það bil 100 metrar og liggur milli þessara tveggja eyja. Á Austurey ókum við suður á bóginn áleiðis til Götu þaðan sem Eyvor Pálsdóttir kemur.Þar er nýjasta kirkjan þeirra Færeyinga sem þeir eru mjög stoltir af. Hún er líka mjög falleg og listaverkin innan dyra sömuleiðis. Ég var lika stolt þegar tonlistarsnillingurinn okkar hann Bjössi Thor settist við flygilinn i kirkjunni og spilaði preludiu í c dúr eftir Bach eins og engill af himnum ofan.
Frá Götu ókum við aftur í norður yfir fjöll og fyrnindi. Beygjurnar voru svo skarpar og svo bratt niður að Gísli Björn, eða Grísli Björn eins og stendur á Neatapassanum hans, var pottþéttur á að þarna hefðu James Bond myndirnar verið teknar. En ég held ekki :) Leiðin lá að hinu fallega sjávarþorpi Gjógv á norðurströnd Austureyjar. Þar fengum við kaffi og ljúffengar Færeyskar pönnukökur með bláberjasultu og rjóma. Við gengum síðan niður í bátalægið sem var i djúpri geil í klettunum. Þangað niður var ansi bratt, 63 þrep. Einhverjir tóku sig til og dönsuðu Færeyskan dans niðri á bakkanum.Ég var því miður of sein að ná því á videó en Hörður var sneggri. Íslenskt videolistaverk var þarna í litlum kofa sempartur af sýningu. Annars eru listaverk alls staðar því Færeyingar eru duglegir að skreyta í kringum sig og húsunum virðist mjög vel við haldið almennt. Í fjörunni þarna voru skemmtilegar steinmyndanir eða einskonar stuðlaberg sem lá á hlið og sagan segir að það séu tröppur sem liggi upp og niður fjöllin og undir sjóinn og alla leið til Íslands.
Frá Gjógv ókum við aðeins lengra norður þar sem stórir klettadrangar liggja úti í sjó undan klettóttri strönd. Sagan segir að Íslendingar hafi viljað bæta Færeyjum við Ísland og sent tvö tröll til að draga Færeyjar norður hafið. En þau höfðu ekki fyrr brugðið vaði yfir klettatoppinn en sólin kom upp og þau urðu að steini. Við Íslendingarnir urðum svo snortin yfir þessari sögu að við röðuðum okkur upp í kór og sungum “Ísland ögrum skorið” fyrir tröllin með íslenska fánann blaktandi í vindinum. Þá tóku Færeyingar við sér og sungu líka ættjarðarsöng fyrir tröllin og Danirnir vildu ekki vera minni menn og sungu líka. Þetta varð allt mjög hátíðlegt. Siðan var haldið heim í kotið og hámaður í sig gómsætur kvöldmatur að venju. Kokkarnir hér á hátíðinni eru mjög fínir. Mikið af hvítlauk og góðeríi. Í festivalklúbbinn mættu svo mátulega útlifaðir Danir og spiluðu frábæran blús sem fór afar vel með rauðvíninu og bjórnum. Ég held ég hafi sofnað áður en höfuðið snerti koddann um hálftvöleitið. En þá var nóttin rétt að byrja hjá öðrum.
Sýningin okkar hefur vakið þvílíka lukku hér að Lettland vill fá okkur á ”modern theater festival” í október á næsta ári. Eistland og Litháen vilja ólm fá okkur til sín líka og bara búa til festival í kringum það ef þarf og síðast en ekki síst Norðmenn, sem voru með frábæra sýningu hér sjálfir (Já, þetta er satt!) ætla að tala við yfirvaldið heima hjá sér og sjá til þess að okkur verði boðið á “Pro teater festival” í Noregi í maí næstkomandi (held að tímasetningin sé rétt hjá mér). Það er professional hátíð þar sem einni eða tveimur amatör sýningum er boðið að vera með. Eistland gaf mér disk með sýningunni þeirra sem var mjög skemmtileg og öðruvísi. Nú þarf bara að plana myndakvöld þegar við komum heim!
Júlía Hannam
6/8 2006