Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 24/7 2007

Siggalára, 25/7 2007 kl. 12:04:

Gaman. Vona að þið hafið það eins gott og hægt er á sólarhringsferðalaginu. Passið ykkur á óhræsis tollvörðunum.
Hlakka til að heyra meira.

Gerður, 25/7 2007 kl. 20:49:

Eigiði góða sólarhringsferð, hlakka til að heyra meira frá ykkur!

Ármann og Dilla, 26/7 2007 kl. 03:11:

Vonandi hefur gengið vel að koma Bylgju mökkdópaðri í gegnum allar hindranir. Passið ykkur á flugunum og öllum eitruðu kvikindunum þarna. Borðið einungis vel steikta hunda. Gangi ykkur vel að finna kaffidýrling Kóreumanna.

Ásta, 26/7 2007 kl. 17:16:

Góða ferð/hátíð/hægðir. Og munið að hér nyrðra bíður fólk frétta í ofvæni. Engin pressa.

Gummi, 26/7 2007 kl. 21:28:

Jú, víst! Pressa, pressa. Koma svo! 1... 2...3...pressa. Og aftur: 1...2...3...pressa...

Siggalára, 27/7 2007 kl. 08:48:

Ónei! Ekkert enn?
Mann fer að gruna það versta. Er Suður Kórea kannske ekki jafnmorandi í hottspottum og við héldum?

Helga Magnúsdóttir, 2/8 2007 kl. 09:31:

Góðan daginn. Viljið þið vera svo væn að hafa samband við mig þar sem CA flugfélagið er að biðja um vegabréfsupplýsingar frá ykkur öllum en þeir segja að þeir afpanti flugið ef þetta er ekki komið til þeirra 3. águst. Ég veit ekki hvort þeir séu með skrifstofu þar sem þið eruð en ef svo er væri kanski einfaldast að hafa samband við þá beint. Þið getið líka sent mér þessar uppýsingar á E-Mail, vegabréfsnúmer,fæðingadag, og daginn sem vegabréf rennur út. netfangið mitt er helgama@icelandair.is
kveðja

Helga Magnúsdóttir, 2/8 2007 kl. 09:32:

Góðan daginn. Viljið þið vera svo væn að hafa samband við mig þar sem CA flugfélagið er að biðja um vegabréfsupplýsingar frá ykkur öllum en þeir segja að þeir afpanti flugið ef þetta er ekki komið til þeirra 3. águst. Ég veit ekki hvort þeir séu með skrifstofu þar sem þið eruð en ef svo er væri kanski einfaldast að hafa samband við þá beint. Þið getið líka sent mér þessar uppýsingar á E-Mail, vegabréfsnúmer,fæðingadag, og daginn sem vegabréf rennur út. netfangið mitt er helgama@icelandair.is
kveðja

Siggalára, 2/8 2007 kl. 11:07:

Ef fleiri hérna heima en ég sjá þessi skilaboð og fá sama taugaáfallið, ég er búin að áframsenda þetta í tölvupóstfang allra í hópnum sem ég er með og í sms-i til nokkurra, uppá von og óvon. En þetta er svakalegur tími, ég held þau séu að sýna einmitt núna. Svo það er bara að vona að einhver fái þá flugu í höfuðið að gá í póstinn sinn eða á símann sinn í frumsýningarþokunni á eftir. :-/

Aftur í dagbók


24/7 2007

Smá forskot á bloggsæluna. Nú stendur lokaundirbúningur sem hæst:

- Misvel þefjandi búningum troðið í töskur, og kannski nokkrum stuttermabolum líka. Ekki gleyma tannburstanum, það er óvíst að svoleiðis fáist í Kóreu.
- Sníktur lakkrís og geisladiskar til gjafa.
- Köttum komið í pössun hjá öðrum kattvænum áhugaleikurum.
- Reynt að festa í minni kóreanska frasa. "Takk." "Góðan dag." "Ég vil hundasteikina mína medium rare."
- Stungið niður þeim aukaefnum sem hverjum og einum þykja nauðsynleg: ofnæmistöflur, magastillandi, og ekki síst... "stopppillurnar". Eins gott það séu ekki lyfjapróf á svona hátíðum.
- Rennt í gegnum texta í huganum, þó maður viti að maður kann hann alveg.
- Hlakkað til næstum sólarhrings ferðalags, og svo alls hins sem á eftir kemur.

Fokkatú!

Sigurður H. Pálsson

24/7 2007