Athugasemdir við færslu 29/7 2007
Sirrý, 31/7 2007 kl. 09:48:
Gaman að heyra frá ykkur, gangi ykkur vel , bið að heils öllum, kv, Sirrý
Siggalára, 31/7 2007 kl. 10:12:
Ynnndislegt. Lýsingar á vondum leiksýningum er einmitt það sem við sem heima sitjum viljum sjá og heyra. Ekki verra ef skipulaxfokköpp, vondur matur og hátíðarklúbbsleysi sé bætt við.
Lifi byltingin, samt.
Gummi, 31/7 2007 kl. 15:32:
That's more like it. Glæsileg blogg- og partíframmistaða. Greinilegt að þið hafið náð að innblása ykkur af baráttuanda Saving Iceland punktur org áður en þið fóruð út, og er það vel.
Siggalára, 2/8 2007 kl. 08:54:
Krakkar, siiiiríuslí...
Við verðum nú allavega að fá a vita hvernig sýningin gengur.
Pojpoj.
29/7 2007
Jæja, þá er að rekja atburði þessa 4ra sýninga dax. Við Siggadís fórum allt of snemma á fætur, enda höfðum við ekki legið í ölæði alla nóttina eins og hefð hefur komist á innan hópsins. Fórum í morgunmat og hlökkuðum mikið til að fá franskar og muffins eins og okkur hafði verið boðið uppá í breakfast daginn áður. Okkur að óvörum var nú boðið uppá blómkálssúpu og pulsu með sinnepi... ekki síður skettlet það.Röltum svo með Júlíu í gegt æslett bakaríi sem hafði uppgötvast daginn áður og hámuðum í okkur sætabrauð og kaffi áður en næsta verslunarferð tók við í Lotte Mart. Svo var étið meira.En, nóg um mat. Næsta verk var að skella á kóræfingu til að undirbúa kvöldið, en við höfðum neflinlega skellt upp auglýsingu kvöldið áður um að við ætluðum að bjóða öllum uppá "taste of Iceland" þá um kvöldið og því ekki seinna vænna að byrja að kyrja Hver á sér fegra, Krummi svaf í klettagjá, Undir bláum sólarsali og Barbie Girl. Þetta virtist ætla að virka þannig að nú var hlaupið á fyrstu sýningu daxins:"Il Folle" frá Ítalíu.Þar voru 3 leikarar í svörtum fötum sem hreyfðu sig á mjög artí hátt og einn í viðbót í hvítum sem kveinaði og barmaði sér á meðan.... ég skildi ekki skít í neinu og bölvaði mikið að hafa ekki náð að lesa synopsisinn fyrir sýninguna. Las hann eftirá og varð ennþá meira ringlaður fyrir vikið. Hef ekki enn þann dag í dag náð að berja fram neitt sem líkist fatti hvað þessa sýningu varðar. En, af því að næsta sýning byrjaði á slaginu sem þessari sleppti, þá reyndum við nokkur að laumast út þegar ca. 10 mínútur voru eftir af þessari, nema hvað að brosandi kóreumaður þverneitaði að hleypa okkur út. Þessi sýning tók sem betur fer enda fljótlega og hlupum við og Hörður og Hrefna og Júlía og Gísli útí brjáluðustu rigningu í heimi til að komast á næstu sýningu í næsta leikhúsi. Blaut inn að beini skröngluðumst við inn í MBC til að sjá:Sa.Choom frá Kóreu
Þetta reyndist vera unglingarúnkið sem Huld talaði um, nema núna í fullri lengd. Guð minn góður. Ég hef engan smekk fyrir danssýningum og þetta var mikil slík. Mér fannst sýningin sjálf leiðinleg, en að horfa á áhorfendur var alger upplifun. Skrækirnir og öskrin sem unglingarnir og liðið rak upp af minnsta tilefni (og oft engu) voru súrrealísk. Svo sanngirni sé gætt verð ég að nefna að dansararnir voru mjög góðir þanneigin og hefðu allir átt fullt erindi í að leika í "Breakdance 2".Eftir þessa sýningu fannst okkur nauðsynlegt að fara og kaupa okkur þurr föt og brugðum okkur inní slíka búð og brúkuðum við Sigga lyftuna þar sem skiptiklefa... Spennandi að sjá hvort við næðum að klæða okkur úr og í aftur á milli hæða og viti menn það hafðist, sem betur fer, þar sem regla númer 7 fyrir gesti er að "make sure no shameful things happen when outside". Svo, éta meiri kórenskan mat (sem er allur farinn að bragðast eins) og svo að sjá:Danced Poems frá Danmörku.
Danskt. Dansleikhús. 'nuff said.Í þráðbeinu framhaldi var setið sem fastast því þá hófst sýning sem ég var persónulega soldið spenntur fyrir:Myanmar Marionette Performance frá... well, Myanmar betur þekkt sem Burhma.
Hræðilegt hræðilegt og ömurlegt í alla alla staði. Sýning sem manni finnst maður hafa slitið stólunum í húsinu að ástæðulausu og skilur mann eftir orðlausan. Í stuttu máli voru þarna 2 konur með fáránlega sítt hár og einn kall með eitthvað í ætt við túrban á hausnum með strengjabrúður sem þau kipptu í, upp og niður og hægri og vinstri. Engin sjáanleg tækni (enda flæktust strengirnir oft), engin saga (enda voru öll 'sketchin' kynnt sem dansar) og tónlist sem gat drepið hest undir öllu saman. Maður ætti kannski bara að vorkenna fólki sem elst upp við svona lagaða menningu. Jæja, þá var sýningum daxins lokið og við bússuðum okkur uppá dorm að setja upp partýið sem við höfðum auglýst. Nema hvað að skipuleggjendur hátíðarinnar höfðu tekið auglýsinguna niður til að auglýsa bjórkvöld fyrir þær þjóðir sem misstu af receptioninni daginn áður. Ef engin skyldi hafa minnst á það fyrr, þá er engin festival klúbbur og því var stéttin fyrir utan dormið orðin að slíkum af því að þar var einn stóll. Núna höfðu skipuleggjendur í undirbúningnum fyrir bjórkvöldið bætt við 2 borðum og 3 stólum í viðbót og álteppi á stéttina til að sitja á. Þetta þjóðnýttum við hið snarasta og upstage-uðum partýið þeirra með okkar og, eins og alltaf, slógum í gegn með brennivíni og lakkrís og miklum söng og gleði. Þegar partýið var komið vel í gang byrjuðu kóreumenn að segja okkur brosandi að núna væri partýið búið og allir þyrftu að fara inn og hætta hávaða (þetta er jú háskóladorm og próf daginn eftir) sem við harðneituðum að gera og skelfing áttu þeir erfitt með að skilja það. Þannig fór að partýið breyttist í fjölþjóðlega óhlýðnisamkomu sem mótmælti hástöfum vanefndum stjórnvalda sem höfðu frá fyrsta degi lofað okkur klúbb og bar en gert ekkert í málunum. Málamiðlunin varð sú að reykingar voru leyfðar á öllum stöðum í húsinu (voru hvergi leyfðar áður) og mesti hávaðinn fluttur inn í hús, en minni hávaði hafður úti. Stóð þetta teiti enn þegar undirritaður sofnaði og enn þegar undirritaður vaknaði daginn eftir. Skál 29/7 2007