Ísbjarnartregi


Ég þrái kakó,
ég þrái kraftsúpu,
á köldum herðum ber ég tóman mal.
Ég þrái blíðu,
ég þrái blómarós
sem bíður eftir veðurbitnum hal.
Ó þú, ó þú, sem stjórnar stórhríðum
stýrðu mér úr þessum frera.
Ég heiti því að haga mér vel
og hætta að éta metabólíska stera.
Sestu á kné mér
komdu í mitt hálsakot
kúrðu þig að mér, ég vona að birti senn.
Ófreskjur vilja
ást okkar spilla,
ískaldir draugar og dauðir menn.
Ó þú, ó þú, sem stjórnar stórhríðum
stýrðu mér úr þessum frera.
Ég heiti því að haga mér vel
og hætta að éta ís og gotterí og stera.