Rappræður II
Sauður:
Ó – ólukku, ókindin hann Álfur,
í ástarsorg og hvorki heill né hálfur
en nú getur hann hætt, já hætt að vera hallur
því hætt er við að nú sé hann allur.
Aumingja, aumingja Álfurinn frá Hól,
elsku kallinn – Gleðileg jól!
Álfur (talar):
Þið voruð mínar ær og kýr
í þessum hremmingum mínum
Sauður:
Þetta hefur áður verið gert
en aldrei svona vel, aldrei svona vel
Hæ, hæ, hæ, hæfir kjafti skel,
og far þú Álfur fa-, farðu vel.
Álfur (talar):
Hefir hver til síns ágætis nokkuð.....
Hjartað lærir að
syrgja á sama hátt og það lærir að elska.
Sauður:
Deyr fé, deyja bændur,
deyja sau- sau- sau- sauðamenn.
Sendum þér sauðsvartar, saknaðarkveðjur.
Bæ, bæ. mee.