Ástartöfratónaflóð
Ef ég heyri organhljóm
ósjálfrátt ég fer að syngja.
Raddböndin þau mynda ástar töfra tóna flóð
og taumlaus ljóð.
Í brjósti klukkur klingja.
Ef ég heyri klukknakall
úr kirkju, hitnar mér um vanga.
Ég sé þig standa þar með kaleik, kross og rikkilín
og kláravín.
Til skrifta skal ég ganga.
Því ég elska, elska, elska, elska, elska, elska, elska þig.
Ég elska, elska, elska, elska, elska, elska, elska þig.
Ég elska þig.
Ég elska þig.
Ég elska þig svo heitt.