Hann hvarf á brott í svartri rennireið
Hann hvarf á brott í svartri rennireið
Hann hvarf á brott í svartri rennireið,
ræðarinn dapureygi á fljótsins bakka beið.
þögulir hrafnar á himni flugu í kross.
Hinn slyngi sláttumaður
beislar sitt bleikálótta hross.
Hvað er að ske?
Hann skeiðar geyst um svið.
Ó, skyldi líf liggja við?
Hér er tóm sem trega fyllist brátt.
Ó, mínar titrandi taugar skynjuðu svo fátt
en finna núna að fölnað hjartabál
funar og þytur um æðar,
læsist um vefi mína og sál.
Hvað er að ske?
Hann skeiðar geyst um svið.
Ó, skyldi líf liggja við?