Makarín og mulið grjót
Texti | |||
---|---|---|---|
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason | |||
Lag | |||
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason |


Væna flís af feitum sauð
og flösublandað skyr,
löpp af geit sem er löngu dauð.
:.Er ekki tilveran dásamleg?
Alls konar ómeti það vil ég.:
Hollusta er heimsk' og bull,
hafragrautur ðööö!
Kónginum gef ég kæsta ull.
:.Er ekki tilveran dásamleg?
Alls konar ómeti það vil ég.:
Ormað kjöt og ostagöt
og berjahröt og hrásalöt,
úldin hræ og súrsuð pæ
ég alltof sjaldan fæ.
Lampafót og Litlu-Ljót,
makarín og mulið grjót.
(Mulið grjót, mulið grjót,
mulið grjót, mulið grjót)
Er ekki tilveran full af skít?
Það held ég nú og þess ég nýt,
ónýtur matur hvert sem ég lít.