Sagnasafn Hugleiks

Flærðardúett

Texti
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason
Lag
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason

MIDI  PDF

Með fláttskap vil ég völdum ná
og vélabrögðum sem að allt út slá.
Hér hef ég eitur, helvíti sterkt
og hefi það bróður mínum merkt.

Víst skal hann kveljast,
víst skal hann þjást,
víst skal hann engjast,
froðufell'og öskra hást!
Uns hann að lokum liggur nár,
við lifum með fullar hendur fjár.

Nú skal ég skvetta yfir hans fat
skammti af eitri og aromat,
oregano og arsenik.
Af þessu hann hleypur ekki í spik!