Sagnasafn Hugleiks

Söngur Dúrru

Texti
Hjördís Hjartardóttir
Lag
Þorgeir Tryggvason

MIDI  PDF

Mitt boð verður það fínasta fína,
ég framreiði á diskum frá Kína.
Í Gestgjafablað
verður getið um það.
Guð, ég hef svo mikið að sýna.

Ég brýt servíetturnar eins og sól,
sjálf verð ég í heiðgulum kjól
og borðskrautið mitt
svona bleikfjólilitt
ber af öllu, heims um ból.

Það verður kálfur og karmellusósa
svo klæðilegt við diskana ljósa.
Í desert flyt ég ljóð
úr dýrmætum sjóð,
dálítið sem gestirnir kjósa.

Og heima er húsbóndinn minn,
hann situr við borðsendann sinn.
Með ánægjuklið
unir sér mér við hlið
Erlendur vinur minn.

Mitt boð verður það fínasta fína,
o.s.frv.