Fylla bú mitt kosta kjör
Texti | |||
---|---|---|---|
Magnús Grímsson | |||
Lag | |||
Eiríkur Árni Sigtryggsson |


Bý ég sveita sóknum í,
silungs hvar eð á deilir völlum vænum;
hvar eð fjöllin hærri' en ský
hlífa kostarík dölunum grænum.
Hvar sauðfé um fagra hlíð
flokkum gengur, en síðspenar baulur um bakka,
yrki' ég tún og engi fríð
axi jafn valið hey ber í stakka.
Fylla bú mitt kosta kjör:
kjöt, ull, hvíta, flot og smjör.
Afleif kvittar kostnaðinn;
kátur una við hag skal ég minn.
Sauðféð um fagra hlíð
flokkum gengur en síðspenar baulur um bakka.
Fylla bú mitt kosta kjör:
kjöt ull, hvíta flot og smjör.
Útlönd gæði meta mín,
mjög þeim býtta' ég við hagnað og vín.