Sagnasafn Hugleiks

Bónorðsfararlok

Texti
Magnús Grímsson
Lag
Eiríkur Árni Sigtryggsson

MIDI  PDF

Ekki verður allt
með auði fengið:
gulli glóanda
né gersema fjöld.
Ei verða ástir
óspilltra meyja
silfri seldar,
þó sélegt þyki.

Opt eru atvik
einnar stundar
aflmeiri öllu,
en íta ráð.
Ræður ekki maður
þó ráða virðist
forlaga flugi
firða lífs.

Ást, sem er byggð
á elsku hins góða,
og virðingu fyrir
því, er vel sæmir,
sterkust er alls
í stundaheimi;
sigrar hún æ,
þó síðar verði.