Sagnasafn Hugleiks

Bein útsending

Texti
Sævar Sigurgeirsson
Lag
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason

Friðþjófur:

Það er mér hald og heiður,
að henda á þessu reiður,
en samt er ég svo undarlega
efins og leiður,
sem yfirgefið hreiður.

Leiðtogi:

Þú vilt ei undan víkja
og verðugt mál að svíkja,
þá naga okkur áhyggjur
og óttinn mun ríkja.

Fundarm.

Á ég strák að strýkja?

Ráð:

Þú leitar nú og finnur okkar félaga
sem fallið hafa gleymskunni í skaut.
Ef einhversstaðar baular nokkur búkolla
þú byrja skalt að leysa þessa þraut.

Friðþjófur:

En...
Ég er enginn séður Sérlokk
og sé til dæmis ekki neitt.

Leiðtogi:

Við setjum þig í okkar sérflokk,
af sannfæring sem fæst ei breytt.

Ráð:

Þú ert svo heill og hæfur
svo hugrakkur og kræfur
en við erum svo voðalegar
vesalings skræfur
og þrekið þunnt sem næfur.

Þú leitar nú...

Friðþjófur:

Næturvofur væla,
vindur hvín og bræla.
Ég álpaðist af leiðinni
og langar að skæla.
Ég götu grillti
grá þokan spillti
veðrið mig villti
og vegaskilti
láta ekki á sér kræla,
láta ekki á sér kræla.
Ég held ég þurf' að ...