Sagnasafn Hugleiks

Bond-stúlkan þín

Texti
Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason
Lag
Þorgeir Tryggvason

Þegar leggst yfir myrkur við læðumst og vinnum,
leitum í fornaldar fjárhúsakynnum,
finnum
lík frammí skála og laglega merjum
lausn þeirra mála, hver er að kála
hverjum?

Hlustum og njósnum og leitum að lausnum,
leggjum í bleyti allt hárið á hausnum,
höldum
áfram og snuðrum í tunnum og tuðrum,
tækjum og runnum og graut, bæði brunnum og köldum.

Júlía:

En þegar hættan nálgast, hetjulundin og hugmóðurinn dvín,
sundin lokuð
þá skal ég vera Bond-stúlkan þín.

Friðþjófur:

Og dæmalaust er Bond-stúlkan...

Við læðumst og vinnum og leitum og finnum,
hlustum og njósnum og leitum að lausnum,
snuðrum í tuðrum og tökum á málinu rétt
og verðum að lokum á forsíðum fjölmiðla frétt!