Sagnasafn Hugleiks

Ættbogaskyttan

Texti
Sævar Sigurgeirsson
Lag
Ármann Guðmundsson

Ægir, Ólöf Ragna, Doris

Ægir:

En mestar hef ég mætur á
mínu kylfusetti.
Litlar kúlur slyngur slá,
svo sleitulaust þær detti

oní holur úti um völl
undan mínu pútti...

Ólöf:

Hvað er að gerast? Ég iða öll
út af þessu krútti.

Báðar:

Hér er á ferðum hinn snareygi, snöggi
snillingur einn sem fer holu í höggi.
Ættbogaskyttan sem andrúmið klýfur
ótrúleg sveiflan og kylfan sem hnífur.

Ægir

En burtu lífs míns fylling fór
með fyrstu kúlu týndist.
Ég er einn þótt æði stór
ættin Saman sýndist.

Með æskuskoti innra starf
og allar brustu varnir.
Seinna einnig konan hvarf
og kúlurnar í tjarnir.

Ólöf:

Hver er hann þessi,
svo kunnuglegt andlit,
kylfingur fær
eða brjálaður „bandit“?

Báðar:

Einmana grey sem finnst
alls ekkert gaman,
það ægir í sálu hans öllu saman.

Er hér á ferðum hinn snareygi...