Sagnasafn Hugleiks

Par-reið

Texti
Sævar Sigurgeirsson
Lag
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason

Við fljúgum burt úr flaustrinu
í fáránleikaklaustrinu
og verðum brátt í vestrinu
sem villtist burt frá austrinu.
Í villta, villta, villta, villta,
villta, villta vestrinu
í vagni búnum blómahafi
byrjum við á nestinu
í nýjum kábojskóm.

Því lífið er lotterí,
lofsyngjum „dirrindí“,
allt sem getur auðgað mann
og annan ef að ég er hann.
Já lífið er lotterí,
leikur og gotterí.
Smjörið rann og roðið brann
og rauðskinninn fann kúrekann
því lífið er lotterí.