Framtíðarskipulag
Texti | |||
---|---|---|---|
Sævar Sigurgeirsson | |||
Lag | |||
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason |


Ég þykist skynja skrifstofu
með skjalamöppum og bréfkörfu.
Stöðuhækkun í hillingum
og haug af Parker-fyllingum
með gyllingum
aðeins handa snillingum.
Ég sé þar standa stólinn minn,
er stjórinn tekur pokann sinn.
Yfir deildum drottna mun
af dásamlegri innlifun.
Með áætlun
um ekkert hrun.
Aðeins jákvæð mismunun.
Petrína:
Og töfrasvarið mitt
sem í fjölmiðlana fer
og ég flíka mun við alla
sem að ætla að nudda í mér:
Hinir:
„Málið er í athugun.“
Ég sé í anda undan mér
allskyns nefndir kveinka sér.
Brjóta heilann við blýantsnag
og betra heildarskipulag.
Þeirra fag,
nótt og dag
en allra fremst þó mér í hag.