Sagnasafn Hugleiks

Ástir samlyndra hjóna

Texti
Ármann Guðmundsson
Lag
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason

MIDI  PDF

Og nú hafa þau fundið hvort annað til frambúðar.
Fram til þessa þau átt hafa í allnokkrum sambúðar-
erfiðleikum en nú blasir við
bjart útlitið
og þau
tvö ein
svífa um eins og ástfangnar dúfur
sem að kurra og leggja kollhúfur
við kærleikans blátæra hljóm.

Fortíð grafin, hún full var af lífslygi og blekkingum.
Í framhjáhaldi hann, hún í sínum andlitsstrekkingum.
Nú þau geta loks verið þau sjálf
ei lengur hálf
og þau
tvö nú
líkjast mest litlum nýfrjálsum fugli
fengið nóg hafa af lygum og rugli.
Frelsi í sannleikanum fólgið er.