Komu, sáu, hurfu
Texti | |||
---|---|---|---|
Ármann Guðmundsson | |||
Lag | |||
Ármann Guðmundsson |
Allar:
Eitthvað hefur úrskeiðis
farið, já eitthvert slys
hér virðist hafa átt sér stað.
Ef upp kemst um vort ráðabrugg
hjá alþjóð reiði og ugg
mun vekja og við vitum það.
Emb. 2:
Ég treysti aldrei þessari Píu, það á að láta karlmenn um svona skítverk.
Hinar:
Við fólk ei vitum verra neitt
en vanhæft, latt og feitt.
Með gleði við þann flór mokum.
Í einu höggi flugur tvær
við sláum, drepum þær
og spyrjum svo að leikslokum.
Emb. 1: Fyrirgefiði að ég spyr, en erum við ekki að eyðileggja stórkostleg menningarverðmæt...
Leiðtogi: Nei við erum að losa borgina við hennar versta höfuðverk.
Leiðt. og Emb. 3:
Hnýtum lausa enda nú
og gamla kúabú-
ið brennum kaldra kola til.
Rústin verður eftir ein
og nokkur sviðin bein.
Ég þori bæði get og vil.