Virkjum Korpúlfsstaði
Texti | |||
---|---|---|---|
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason | |||
Lag | |||
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason |


Karlar:
Virkjum Korpúlfsstaði!
Viðreisnar flettum við blaði!
Jónas:
Mig langar í súkkulaði!
Allir:
Þegiðu, Jónas!
Friðþjófur:
Ég nokkra týnda starfsfélaga
fór af stað að finna,
en fann mig sjálfan,
ást og ætt, það
munar sko um minna.
Tryggvi:
Nú loksins skrefið stíg til fulls,
á naflastrenginn klippi,
Tryggvi og Doris:
svo stökkvum við til Kanada
á okkar brúðkaupstrippi.
Ægir og Ólöf:
Við saman lífsbraut örkum
ef að guð og golfið leyfa.
Allir:
Sig Guffi og Lilla aldrei framar
án hvors annars hreyfa.
Virkjum Korpúlfsstaði!
Kveður nú við nýjan tón.
Mikið er gott að vera laus við
möppudýr og pappírsljón.
Pía:
Að þurfa að vera harðsvíruð var enginn hægðarleikur,
það hreint út sagt var ægilegt og allra versta klípa.
Því til þess þá þarf óþokka sem ekki er við neitt smeykur,
en ég er þessi ljóðræna, rómantíska týpa.
Allir:
Líf og fjör mun ríkja hérna úti jafnt sem inni
og endanlega klekkjum við á Mjólkursamsölunni.
Við keppumst við og kyndum óspart undir strútaeldi
og Korpúlfsstaðir verða fyrr en varir risaveldi.
Hraustir menn í sveita andlits sveifla ljá og herfa.
Já, svona getur farið þegar embættismenn hverfa!
Virkjum Korpúlfsstaði!
Vendum okkar kvæði í kross.
Síðar við færum út kvíarnar og kaupum
kameldýr og zebrahross.
Virkjum Korpúlfsstaði!
Kveður nú við...