Sagnasafn Hugleiks

Barkvennabragur

MIDI  PDF

Ölselja:

Hvað dugir best er fá skal mann til fylgilags,
hvað fellur dreymnum sveitapiltum nú til dags?
Með kertaljósi og dúk á borð að dekka upp?
Dropi af rósavatni á eyra, háls og hupp?

Fram að reiða reyktan ál og flæskesteg,
frikadellur, osta, pylsu og skinkupæ,
dúfubrjóst, já hænsnafót og dádýrsbóg,
döðlur og vínarbrauð, - af pönnukökum nóg?

Fru Olsen:

Aldrei dugði Sigmundi mínum Völsung minna en heilsteiktur grís.

M/H/G:

Mörg og snúin leið er mannsins hjarta að.
Á mismunandi vegu er best að gera það,
en drekki hann of mikið, þá er voðinn vís.

Gitte:

Vonandi eru pútur líka í paradís.

Helle:

Ja ja.

Þórhildur

Mér finnst svo margt að skilja hér á skólanum.
Guð! Skyldu vera kerti og spil á jólunum.
Samt hef ég lært svo margt að það er alveg met.
Mamma! Bráðum kem ég heim og gift mig get!

Já, herramönnum þjóna er okkar helsta fag.
Við heldur betur kunnum að gera „góðan dag“.
Við óskir þeirra uppfyllum í sérhvert sinn.
Sértu í vanda kæri - bara líttu inn.